Monday, March 3, 2008

Jæja núna er kominn tími að setja inn nýja færlsu

Halló halló allir,

Hvað er að frétta af öllum? Hvernig væri nú að þið kæmuð til með að segja mér e-ð frá ykkur. En hvað hefur Doddinn ykkar allra verið að gera undan farna mánuði. Úff, ég veit ekki hvar ég á að byrja, þetta verður þá frekar löng færsla. En ég skal búta þetta niður í nokkur topic:


Mynd af jólatréinu okkar

· Jólin kláruðust í Desember.
· Prófin kláruðust um miðjan Janúar
· Doddi kom heim til mömmu sín
· Doddi var heima Íslandi í smá tíma
· Tók þátt í söglegum mótmælum og var kallaður skríll fyrir vikið
· Djammið heima og kynntist stúlku, sem að er búið núna
· Hitti fjölskylduna og svona
· Var ráðinn í vinnu hjá A-6 í Fossvogi, veit ekki alveg með það samt
· 3. Feb fór heim til Debó
· Millilenti í Köben og fór í yndislegt vöflukaffi hjá uppáhalds fólkinu mínu, en það voru Grétar og Arndís.
· Lennti í Debó og tók Leo í townið mitt.
· 4. Feb önnin byrjaði á fullu.
· Flutti úr íbúðinni á Apafi Utca 56 í nýja íbúð á Jókai Utca 1/A
· Er kominn með roommate. Hann heitir Arnar Hákonarson og er á lausu.
· Skólinn er byrjaður fullu og þetta verður killer önn.





Þetta er svona grófur listi yfir það sem hefur verið að gerast hjá mér. Kom heim til íslands einhvern tímann í janúar. Það var æðislegt að komast heim. Þegar ég lennti tók á móti manni ekta íslenskur vetur. Ég var ekki fyrr lenntur heima á klakanum fyrr en stór-fjölskyldan mín fór út að borða. Þar sem að mamma #1 og mamma #2 áttu afmæli. Mamma átti afmæli 19. Jan og hún fékk ekki betri afmælisgjöf en fá glataða son sinn aftur heim á Nesveginn. Guð, hvað það var gott að komast heim í faðm fjölskyldu og vina. En við fórum öll út að borða á Pizza Company og fengum góða þjónustu eftir að konan sem að þjónaði okkur varð svo forvitin um Debrecen og námið þar. Strax eftir kvöldmatinn fórum við, ég og mamma heim, en heima mátti ég ekki stoppa lengi fór og hitti strákana. Þar spjölluðum við um stelpur og lífið. Strákarnir fóru síðan með mig á smá rúnt um Downtown RVK og þar ákváðum við ég og Keli að fara á skíði snemma í bítið. Það var farið á Gunna bíl og fórum við Gunni, Hrafnkell og Jónas í Bláfjöll. Það var æði, fá svona yndislegt veður og sjá landið sitt í réttu ljós. Þið vitið ekki hvað maður saknar mikið fjallanna og sjósins og víðáttunnar. Manni líður stundum eins og síld í tunni hérna. En svona er þetta bara. Ég er alls ekki að kvarta. Það gerir bara heimkomur eftirminnanlegri.




Við heimkomu mína kom með mér mikill stormur sem síðan endurspeglaðist í miklum stormi í pólitík. Það eru að mínu mati ein sorglegasta frétt sem að gerst hefur á þessu ári 2008, en þáverandi meirihluti í borginni féll og nýr var myndaðir. En það voru sjálfstæðisflokkurinn og Frjálslyndir og óháðir sem að núna mynduðu nýjan meirihluta. Þetta sýnir sig í sjúkleikanum sem að sumir í röðum sjálfstæðisflokksins búa yfir. En að nýta sér veikann mann til að knýja fram sínum skoðunum og málefnum er bara, já hvernig er best að orða það SJÚKLEGT. Þetta hefur íslenska þjóðin kosið í fleiri fleiri ár og núna bara vona ég að þjóð vor sjái að sér og fari að kjósa eihverja aðra flokka. Ekki endilega Samfylkinguna heldur bara e-ð annað. Einhvern annan flokk sem að er ekki svo sjúkur og á við þann vanda að stríða að valdaþorstanum verður aldrei svalað. Núna í næstu kosningum skulum við muna eftir þessum hlutum og ekki gleyma þeim, setjum þessa ósanngjörnu atburði í langtímaminnið og kjósendur verða að hætta að vera gullfiskar með gullfiskaminni. Í næstu kosningum þá loks vonandi sé ég þá framtíð að þjóðin mun standa saman og ná þeim árangri að hætta að gefa Sjálfstæðisflokknum að drekka og setja hann í meðferð fyrir fullt og allt.




Jæja kominn svolítið út fyrir strikið. En ég sem sagt tók þátt í mótmælum heim og urðu þau söguleg, e-ð sem að ég get sagt barnabörnunum frá.
Tíminn heima leið svo hratt að maður var ekki fyrr búinn að þvo eina þvottavél að maður var farinn heim aftur. Já ég tala oft í þessari færslu um heima og heimili. Ég á núna tvö heimili og þau eru Ísland og Ungverjaland.


Hopurinn í Vín Stephansdom í Vín


3. febrúar þá lagði ég af stað frá Íslandi til Debrecen aftur. Megin markmiðið var að byrja næstu önn hérna í læknaskólanum. Mikil og hröð atburðarás átti sér stað. Flutningar voru þar efstir á blaði. Núna bý ég með Arnari sem að ér 1. árs nemi líka hérna í Debó. Það gengur bara vel og erum við enn í rólegheitum að koma okkur fyrir. Íbúðin er mjög miðsvæði eiginlega í miðbænum en samt er mjög stutt í skólann. Þetta verður mjög anna söm önn hjá mér. Ég er í frekar mörgum fögum en það eru Anatomya, histology, embryology, cell biology, molecular biology og medical genetics. Mikið er einnig af prófum á þessari önn. Þannig að nokkrir samnemendur mínir hérna ákváðum að nýta okkur tímann meðan að önnin var ekki alveg farin afstað og skelltum við okkur til Vínarborgar í Austurríki. Ég get vel sagt að Vín og Austurríki er án efa ein sú fallegasta borg og land sem ég hef komið til. Við fórum akandi og gekk það mjög vel. Ég fékk að keyra líka og var það bara mjög gaman að gera það. Þetta var svona meninngarferð sem samanstóð af því að ganga um borgina og upplifa menninguna. Við fórum í óperu á Brúðkaup Fígarós og Fígaró sjálfur var Íslendingur að nafni Einar Th. Guðmundsson. Það sýnir sig bara að við Íslendingar erum allsstaðar. En ferðin var skemmtilega og lukkaðist vel í alla staði þrátt fyrir að hafa villst aðeins í Búdapest og Vín HAHAHA það er önnur saga. En núna nenni ég ekki að skrifa meira.



Tvær ljótar myndir fyrir læknanema af löppinni í byrjun september 2007

Kæru gestir og aðdáendur, þangað til næst

Over and Out

Tuesday, December 25, 2007

Boldog Karácsony = Gleðileg jól

Kæru landsmenn, vinir og vandamenn nær og fjær

Ég vil byrja á því að óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Langar til að þakka ykkur öllum fyrir yndisleg ár og góða tvo áratugi og vona í framtíðinni að við eigum öll eftir að eiga góðar stundir.

En maður veltir því eflaust fyrir sér hvað jólin séur eiginlega. Jólin er svo misjöfn fyrir okkur. Hvert og eitt mannsbarn eiga sín jól og jólin þeirra eru í hjartana. Hjartað hefur að geyma yndislega hluti og jólin eru mjög stór hluti þar. Maður kynnist því vel hvernig og hvað jól eru í raun og veru þegar maður er staddur einn í öðru landi og kemst ekki heim. Ég áttaði mig á því að gjafir af öllum stærðum og gerðum og góður matur eru ekki endilega jól. Heldur eru jól að geta sagt á sínu tungmáli ,,gleðileg jól" og vitað af því að fjölskyldan, vinir og ættingjar eru í kringum mann. Þessi litlu hlutir vilja svo oft gleymast hjá mörgum Íslendingnum í kaupæði og neyslubjálæði. Við verðum að opna okkur upp á gátt, tala um hlutina og vera óhrædd að segja við einhvern kærkominn að þú elskir hann/hana og virðir þann einstakling og dáir. Fyrir mér í dag eru það jól, að geta talað við fjölskyldu og vini og sagt að ég sakni þeirra og að maður elski þau og heyrt síðan á mótti þessi sömu orð. Elsku lesendur ekki gleyma að líta á ykkar hjarta og finna jólin innra með ykkur.

Ég vil því segja við alla mína vini og ættingja, ég elska ykkur öll, þið eruð það sem að fullkomnar líf mitt og tilveru, gleðileg jól öll sömul og ég hlakka til að hitta ykkur á nýju ári.

En ég ekki má gleyma því að þetta voru mín fyrstu jól að heiman og voru þau í alla staði ágætt. Fyrsta skiptið sem að ég var með puttan í sósu gerð og jólasteikinni. Þetta heppnaðist allt vel og ekkert skemmdist enda ég og Magna vinkona lista kokkar. Árni kom síðan með skemmtilega nýjung inn í jólamatarhefð mína og var það þeytturrjómi með kokteilávöxtum í og banönum og súkklaði spæni og var þetta haft með hangikjetinu og hamborgarhryggnum. Ég hló mikið að þessu en þetta kom að óvart og var bara hið mest lostæti. Við vorum semsagt þennan aðfanga dag fjögur ég, Magnea, Árni og Ófeigur. Áttum við öll ljúfastund saman.

Ég skirfaði þessu færlsu mjög seint og vona að boðskapur minn hafi komist tila skila. Ég nennti aftur á móti ekki að lesa hana yfir, þannig að SORRY mamma. Einu vil ég kom á framfæri, þessi færsla er tileinkuð stór vini mínum og einn af mínum bestu vinum honum Hrafkeli Hjörleifssyni og vil ég þakk honum fyrir jólakortið sem að sendi og kom hingað í tæktíð og vil bara skila því til hans að fara varlega í brekkunum. Ég veit nefnilega að hann er ekkert voða sterkur skíðamaður hahahahaha, pínu djók.

En yfir og út

ps.

gleðileg jól enn og aftur.

Saturday, December 1, 2007

Hvað eru bara að koma jól? Allt crazy!

Jæja þá hvað er nú að frétta af mér? Héðan frá Debrecen er að allt gott að frétta, núna er komið að því að duga eða að drepast. Nóvember er óðum að verða búinn og desember er að færast nær og nær, þið vitið öll hvað það þýðir sem að sitjið núna á skólabekk, skemmtilegasti tími námsmannssins er framundan JÓLAPRÓF! En fyrir flesta eru jólaprófin fyrir jól en NEI ekki hérna í Hungary. Jólaprófin hér eru haldin eftir jól. Ég er að fara upplifa núna mitt fyrsta, hvernig á ég að orða það, jólatímabil fjarri heimahögunum. Bara svo að þið vitið þá er þetta svona smá hugleiðing. Mér finnst Ungverjar ekki vera mikil jólabörn eða kannski er þetta neyslubrjálæði ekki eins mikið og á Íslandi þegar vorrir landsmenn verða varir við það nú þarf að huga að jólunum. Ég held og „prove me if I am wrong“ að jólin fyrir margan Íslendingin eru einn dýrasti hlutinn af úgjöldum heimilina á ári hverju. Ég er nú ekki alveg alsaklaus í heimi neyslunnar enda verið lítt annað en þekktur innan fjölskyldunar að fara frekar illa með fé, en vonandi fá Ungverjar mann til að hugsa sig aðeins um. Jólin eru ekki neyslutími heldur tími til að vera í faðmi fjölskyldu og vina.
En jólin hér eru einungis tveir dagar og þýðir það einungis tveggja daga frí. Jólin hjá Ungverjum eru frá 25. – 26. desember. Jólin eru ekki eins stór og heima á fróni og á maður eftir að sakna þeirra mikið. Maturinn hjá Auði frænku, kalkúnninn hennar Mömmu og miðnæturmessan, allt eru þetta jólin fyrir mér. Ekki má heldur gleyma þorláksmessu tónleikunum með Bubba Morthens, en núna í ár verður enginn Þórður, ég þarf að hlusta á þá í gegnum netið. Síðan verður sárt saknað að komast ekki í smákökur og marga lítra af mjólk hjá henni Jóhönnu mömmu hans Sigfúsar. En maður getur talað endalaust um það hvað maður saknar. Við nemarnir hérna í Debrecen erum að fá mat sendan að heiman og ætlum að halda jólin sameiginlega.
Strax eftir þessa tvo frídaga þá byrja prófin. Ég reikna með að taka prófin þann 28. des og síðan vikuna þar á eftir eða um 4-5. jan. Þá má fólk fara að búast við mér heim. Ég reikna ekki með að komast heim fyrr. En ég hlakka til þess. Ég ætla ekki að kaupa miða fyrirfram enda verður það bara óþarfa stress.
Núna hjá mér er mikill lestur og gott að vera búinn að lesa slatta áður en mamma kemur, en það fer að styttast í það. Ekkert orðin neitt smá spenntur. Hlakka alveg rosalega mikið til þess.
Annars er ég núna byrjaður að synda aftur og syndi með lið hérna í Debrecen sem að er svona fyrir University Dropout‘s og við syndum þrisvar í viku og allt að þrjá til fjóra kílómetra í senn. En í dag sunnudaginn 26. nóvember keppti ég á mínu fyrsta sundmóti eftir alllangt hlé frá keppni. Ég keppti í 100m skriðsundi og synti á tímanum 1.04,2 sem að er bara ágætt fyrir svona bumbubúa eins og mig hehehehe. Ég varð meira segja í öðru sæti.
En núna verður þetta ekki mikið lengra. Er að uploada myndum og vona að þær verða komnar inn í fyrramálið.

Over and out

Sunday, October 28, 2007

Kominn tími til, er þaggi??

Þetta er ekki hægt lengur að láta þessa #$()%# síðu standa blogg-lausa í fleiri vikur. En beittur hefur verið mikill þrýstingur til að fá mig til að skrifa á síðuna mína. Ég legg til (smá ábending til mín) Þórður Gunnar að þú skrifir oftar og ert með stuttar færslur. Já ég er þér hjartanlega sammála. Það hafa margir vinir mínir og já strákar og stelpur meira segja móðir mín (þessi elska) hafa ýtt við mér og beðið mig um að blogga svolítið. Það sem að hefur drifið hér á daginn í Debrecen er ekki mikið. Það hefur verið skóli og djammað svolítið á milli. Matarboð hafa einnig verið dágóð skemmtan.

En þar sem að ég bý, býr íslensk stúlka fyrir neðan mig og það er hún Magnea. Alveg yndislega manneskja og algjör gullmoli. Ég bjó hjá henni í eina viku meðan á tiltekt stóð í íbúðinni minni. Hún tók við mér eins og ekkert annað værir sjálfsagðara. Hún er líka dugleg að bjóða mér í mat. Ég á enn eftir að launa henni greiðann. Er búinn að redda passa fyrir hana á evrópumeistarmótið í 25m laug sem að haldið verður hérna í bænum mínum í desember. En í desember verið feiki stórt sundmót haldið hérna í Debrecen og allir bestu sundmenn Íslands koma til með að keppa og vonandi að þeim gangi vel. Fyrir ári síðan vann Örn Arnarson til bronsverðlaun í 50m flugsundi og margir töluðu um að það væri endurkoma hans inn í toppinn í sundheiminum og vonandi að það gangi vel núna. Móðir mín kemur með liðinu og verður hérna og það verður æði að fá hana. Ég verð síðan sjálfur á sundmótinu og fylgist með.


En það er lítið að frétta af mér. Kallinn er á lausu baraað láta ykkur vita. En ég vildi að ég gæti komið með svona fréttapistla eins og Grétar en það er annað mál. Ég er bara ekki orðinn það góður í ungverskunni. Ég get pantað mat og svona í gegnum síma og talað við fólk í búðum hvar svona hitt og þetta er, en annað ekki. Þetta tungumál er ekkert grín. Einu fréttirinar sem að ég get komið með er að heim á fróni eins og flestir vita var landsleikur á milli Íslands og Ungverjalands og endaði rimman með jafntefli eða hvort liðið vann sinn leikinn hvort. Þetta var ekki mikið ánægju efni fyrir Ungverja þar sem að þeir voru að nota sína bestu leikmenn eða það er sagt hér í fjölmiðlum. Er almenn óánægja með þessa framistöðu liðsins.



Hér hjá mér hefur verið mikið að gera í lestri. Það var próf núna á dögunum í Medical Chemistry og gekk það alveg bærilega ég fékk þrjá af 5 og er alveg sáttu með það. Síðan var próf í Librarian science og ég fékk fimm af fimm í því. Það er alltaf gefið í einum upp í fimm þar sem að fimm þýðir yfir 85% náð. Síðan var í mjög erfiðu prófi í biostatistics og mér gekk ekki alveg nógu vel. Síðan framundan er próf í Medical Latin sem að er fyrirrennari fyrir anatomíu og í vikunni þar á eftir er próf í biophysics þannig að það er nóg að gera hjá mér þangað til í desember. Ég býst síðan ekki við því að koma heim um jólin þar sem að ég ætla að reyna að ná að taka prófin hér úti sem fyrst og koma heim bara í afslappelsi. Ég verð því einn um jólin. En síðan höfum við verið að djamma líka dáldið hérna. Íslendingarnir eru duglegir að halda party og hefur maður náð að kynnast stórum hluta af íslendingunum hérna.



Ég ætla að enda þessa færslu núna og lofa ykkur því að það verður ekki eins langt í næstu færslu.
Yfir og út

Monday, October 1, 2007

Afsakanir, tryllingur og trúlofun.

Jæja góðir hálsar

Hvað er uppi? eða eins og maður segir á enskunni, What's up homies? eða á magyarul Hogy Vagy? Hérna í Debrcen er bara allt það besta að frétta af hinum týnda syni Íslands og syni Ásdísar og Þorvalds. Nei smá djók ég er ekkert týndur. Hef bara verið slakur bloggari. En þið verið að gefa mér smá credit fyrir það að þessi síða er aðeins aktívari en gamla blogg síðan mín.
En í síðast liðinn föstudag þá átti ég afmæli hérna í Debrecen og mitt fyrsta afmæli annarsstaðar en á Íslandi. Krakkarnir voru voða almennilegir við mig hér og við fórum útborða um kvöldið og síðan fórum við að skemmta okkur á Basis og Scilence sem að eru heitir staðir hérna í Debrecen. Ég vil þakka öllum hérna í Hungary fyrir frábæran og eftirminnilegan afmælisdag. Ég vil líka þakka öllum heima á Íslandi og Danmörku fyrir hlýjar og góðar kveðjur. Þessar kveðjur gerðu það að verkum að mér leið og vel og þær gáfu mér styrk.

En ég vil fyrst og fremst tileinka þessar færslu minni bestu frænku og eins og ég vil kalla systur mína hana Sigrúnu og hennar heitelskað Andra. En ég fékk þær fréttir um daginn að þau höfðu opinberað trúlofun sína og ég hef ekkert haft tíma né verið í netsambandi til þess að óska þeim innilega til hamingju með þessa ákvörðun. Þetta er stórt stökk hjá ykkur og virði ég ykkur og legg blessun mína á samband ykkar. Ég vil síðan gefa ykkur eitt heilræði. Sama hvað á dynur í lífi ykkar og sambandi ykkar, munið ávallt að virða hvort annað og sýnið hvort öðru skilning og virðingu í hvívetna þannig munið þið njóta gæfu og lukku í sambandi ykkar. En ég hélt samt alltaf að ég yrði á undan ykkur að trúlofa mig en nei svo er það ekki. Til hamingju enn og aftur.

En núna ætla ég að kveðja ykkur skrifa aftur fljótlega.

kveðja Doddi

Thursday, September 20, 2007

Jæja lífið er að fara komast í rétt horf....

Komið þið sæl og blessuð (alveg eins og Jón Ársæll segir ;) )


Ég verð enn og aftur að afsaka það hversu langt hefur liðið á milli færslna hjá mér. En núna er, þegar ég skirfa þessa færslu, 20. sept og nákvæmlega einn dagur í það þangað til að ég kem til með að fagna 22 ára afmælinu mínu. Enda vita nú vonandi einhverjir að ég á afmæli á morgun föstudag þann 21. september.

Á föstudaginn þá er ég búinn með nákvæmlega tvær vikur af skólanum mínum hérna. Fyrsta vikan var ansi skrautleg. Mér hafði tekist að meiða mig illilega á fætinum í læknabolta með íslendingunum, já strákar mínir það er spilaður fótbolti einnig hér í Debrecen. Þannig að fyrsta skóladaginn minn, hummm þá fór ég ekki í skólann. Ég ákvað að taka smá klíník í staðinn og kynnast því hvernig heilbrigðiskerfið hérna virkar. Það má með sanni segja að þeir noti peningana á réttum stöðum. Húsakosturinn er ekki beint til að hrópa húrra yfir, en er þó fokheldur og með rafmagni, en tækinn sem að þeir nota eru jafnvel flottari en tækin á LSH. Sorry, þeir nota peningana bara rétt.

Þetta er síðan ekki allt. Alla vikuna þurfti ég að skakk labbast á einum fæti þar sem að enginn skildi mig þegar ég bað um hækjur. Þrátt fyrir að hafa tekið meistara takta í actionary þá tókst þeim ekki að skilja mig. Ég þurfti síðan að flytja úr íbúðinni minni til vinkonu minnar hennar Magneu sem að ég dýrka og dái, hún er búin að vera svo góð við mig, útaf því að leigusalinn minn vildi mála og þrífa alla íbúðina mína. Þannig að ég er búinn að vera núna í tæpa viku íbúðarlaus. En þetta fer vonandi að koma og fóturinn minn er allur að koma til.

Þetta er síðan ekki allt saman. Mér tókst síðan að týna veskinu mínu með 60.000 forintum í sem að eru mánðarlaun fólks hérna í Hungary eða að jafngildi 20.000kr. Ég tók veskið e-ð úr rassvasanum mínum og gleymdi því í skólastofunni minni með öllu í því, kortum og tryggingakortum. En þetta endaði þannig að einhver prófessor kom í fyrirlestur hjá mér með 300 manns í og kallaði upp "is Orpur Orvaldsson here" og ég eins og algjör asni en samt með smá tilhlökkun sagði "yes I am right here" og hann spurði mig út í það hvað var í veskinu og lét mig síðan hafa það.

En svona byrjaði skólinn hjá mér. Takk fyrir. En allt er þegar þrennt er. Ég er núna búinn að lenda í þremur stórum óhöppum og núna liggur leiðin upp á við. Ég er núna að stefna á það massa prófin í lok annar og er byrjaður að lesa. Tvö stærstu fögin á þessari önn eru biophysics og síðan Medical Chemistry.


En þessi færlsa er orðin dáldið löng núna og ætla ég að kveðja ykkur núna. Bless bless

Thursday, September 6, 2007

Afsakið töfina

Jæja áhugasama fólk

Hér er ég mættur til að skrifa stutta og laggóða færslu. Mamma nennti ekki að lesa hana yfir. En núna er ég að verða búinn á ungverskunámskeiðinu og það er lokapróf á föstudaginn, frekar stórt próf. Þú þarft að kunna allt. En allavegna hér gengur allt vel er kominn í íbúðina og er tengdur netinu. Þið getið sent mér póst og annað stöff. Myndir fara að detta inn. Það er voða mikið að gera hjá manni þessa dagana meðan maður er að kynnast bænum og kom sér fyrir.

Ég vil síðan skil kærri kveðju til allra strákana í West-side of RVK. Takk síðan Nanna fyrir að útnefna mig sem uppáhalds fyrrverandi kærasti, góður titill þar á ferð.
Eitt enn. Menn hafa talað um að íslenskar stelpur séu myndarlegar, bíðið bara þangað til þið komið til Ungverjalands. Þær eru út um allt.

Þetta er skólinn minn.

En bless í bili.
Þórður Gunnar

Saturday, August 25, 2007

Jæja elskurnar

Afsakið með síðustu færslu hún klúðraðist e-ð aðeins hjá mér þannig að allt sem að ég vildi segja kom ekki til skila.

En allavegana þegar frá var horfið var ég staddur á Íslandi í síðustu færslu. Við innritunarborðið kom það í ljós að ég var með alltof mikinn farangur eða um 20 kg í yfirvigt hehehehe. En ég náði að hössla út úr konunni við deskið smá afslátt. Flugið til Köben gekk alveg ljómandi vel, fyrir utan það að ég sat við ganginn og flugfreyjan dúndraði vagninum í olnbogann minn, stór marblettur þar á ferðinni.

Því næst var komið að því að ná í töskurnar sínar á Kastrup. Það gekk mjög vel að ná í þær og allar skiluð sér. Þá var farið inni landið og að terminali 2. Við innritunarborðið hjá SkyEurope átti ekki að sleppa mér þrátt fyrir ég var að væla úr þeim stúdentaafslát og gerði það á dönsku í þokkabót. Alltaf bestur í dönskuni er það ekki strákar. En þar átti ég að borga fullt gjald fyrir töskurnar. E-ð um 1200 danskar krónur. En þarna var ballið bara rétt að byrja. Ég hafði ákveðið að láta þungar bækur, playstation, flakkarann o.fl. í handfarangurinn, kallin aðeins að reyna að létta sig. Allt gekk vel nema þegar ég kom að öryggishliðinu á Kastrup, þar var ég látinn taka allt upp úr töskunni og það síðan skannað sérstaklega. Þetta tók aldeilis tímann sinn og það var kominn dágóð röð af fólki að bíða, allt þetta út af mér. En á endanum sagði ég að ég væri að missa af vélinni og þeir leyfðu mér að fara. Þegar í vélina var komið tók annað ævintýri við. Þar kom það í ljós að fyrirtækið sem sér um að setja farangur í vélina hélt að þrjár töskur hefðu farið inn í vélina sem ekki áttu að fara til Búdapest. Þeir tóku það upp að taka allar töskurnar úr vélinni og biðja fólk að fara í röð og fara út úr vélinni til þess að bara kennsl á sínar töskur. Allt þetta tók um einn og hálfan tíma. En það var lagt af stað til Hungary. Ég lennti í Búdapest um klukkan sjö og þar var tekið á móti okkur af sendisveinum hans Leo en hann er gaur sem að á e-ð fyrirtæki sem að séð hefur um að ferja okkur íslendinga fram og til baka frá Búdapest til Debrecen og svo öfugt.

Þegar til Debrecen var komið, eftir því miður skrautlegan akstur, þá fór ég á gistiheimili sem að heitir Centrum Panzió (Panzió = Gistiheimili). Ég gisti þar í þrjár nætur og læt ég vel af þessu gisti heimili ég mæli alveg hiklaust með því.
Núna er ég í íbúð hjá Siggu Evu og Árna sem að er kærustuparið sem að ég ferðast með allaleiðina til Debrecen með. Íbúðin þeirra er mjög fín og þau eru sátt með hana. En hún er 105 fermetrar og þau leigja hana fyrir 106.000 HUF deilið síðan með 3 og þá fáið þið íslenska verðið.

Síðan eru fréttir að færa af mér að ég er hættur við að vera á stúdentagarði og er búinn að finna mér íbúð. Þessi íbúð er alveg ágæt en það þarf að gera dáldið fyrir hana svo að hún verði Dodda væn. En þar er stórt eldhús, stofa, baðherbergi og svefnherbergi. Þetta er svona 55 - 60 fermetra íbuð og ég kem til með að leigja hana á 55.000 HUF sem að er um 17.000 krónur.

Þessi fæsla er orðin dáldið löng og lofa ég að þær verði styttri í framtíðinni og ég kem til með að bæta við myndum á næstunni.

En með kærri kveðju
Doddinn ykkar

Thursday, August 23, 2007

Ég er mættur til Hungary!

Komið þið sæl og blessuð

Ég vil þakka Grétari "my brother from a nother mother" kærlega fyrir að hjálpa mér að setja upp þessa síðu. En hér er allt gott að frétta. Hef verið frekar lengi að komast í net samband. Mikið að gera hjá mér þessa tvo daga sem að ég er búinn að vera hérna úti.

En ég kom hingað til Hungary á þriðjudaginn þann 21. ágúst svona u.þ.b. klukkan 18:00. Þessi ferð gekk ágætlega framan af. Á Leifstöð var fyrsta hindrun þá komst það upp að ég var með yfirvigt.

Fluttur til Ungverjalands!