Saturday, August 25, 2007

Jæja elskurnar

Afsakið með síðustu færslu hún klúðraðist e-ð aðeins hjá mér þannig að allt sem að ég vildi segja kom ekki til skila.

En allavegana þegar frá var horfið var ég staddur á Íslandi í síðustu færslu. Við innritunarborðið kom það í ljós að ég var með alltof mikinn farangur eða um 20 kg í yfirvigt hehehehe. En ég náði að hössla út úr konunni við deskið smá afslátt. Flugið til Köben gekk alveg ljómandi vel, fyrir utan það að ég sat við ganginn og flugfreyjan dúndraði vagninum í olnbogann minn, stór marblettur þar á ferðinni.

Því næst var komið að því að ná í töskurnar sínar á Kastrup. Það gekk mjög vel að ná í þær og allar skiluð sér. Þá var farið inni landið og að terminali 2. Við innritunarborðið hjá SkyEurope átti ekki að sleppa mér þrátt fyrir ég var að væla úr þeim stúdentaafslát og gerði það á dönsku í þokkabót. Alltaf bestur í dönskuni er það ekki strákar. En þar átti ég að borga fullt gjald fyrir töskurnar. E-ð um 1200 danskar krónur. En þarna var ballið bara rétt að byrja. Ég hafði ákveðið að láta þungar bækur, playstation, flakkarann o.fl. í handfarangurinn, kallin aðeins að reyna að létta sig. Allt gekk vel nema þegar ég kom að öryggishliðinu á Kastrup, þar var ég látinn taka allt upp úr töskunni og það síðan skannað sérstaklega. Þetta tók aldeilis tímann sinn og það var kominn dágóð röð af fólki að bíða, allt þetta út af mér. En á endanum sagði ég að ég væri að missa af vélinni og þeir leyfðu mér að fara. Þegar í vélina var komið tók annað ævintýri við. Þar kom það í ljós að fyrirtækið sem sér um að setja farangur í vélina hélt að þrjár töskur hefðu farið inn í vélina sem ekki áttu að fara til Búdapest. Þeir tóku það upp að taka allar töskurnar úr vélinni og biðja fólk að fara í röð og fara út úr vélinni til þess að bara kennsl á sínar töskur. Allt þetta tók um einn og hálfan tíma. En það var lagt af stað til Hungary. Ég lennti í Búdapest um klukkan sjö og þar var tekið á móti okkur af sendisveinum hans Leo en hann er gaur sem að á e-ð fyrirtæki sem að séð hefur um að ferja okkur íslendinga fram og til baka frá Búdapest til Debrecen og svo öfugt.

Þegar til Debrecen var komið, eftir því miður skrautlegan akstur, þá fór ég á gistiheimili sem að heitir Centrum Panzió (Panzió = Gistiheimili). Ég gisti þar í þrjár nætur og læt ég vel af þessu gisti heimili ég mæli alveg hiklaust með því.
Núna er ég í íbúð hjá Siggu Evu og Árna sem að er kærustuparið sem að ég ferðast með allaleiðina til Debrecen með. Íbúðin þeirra er mjög fín og þau eru sátt með hana. En hún er 105 fermetrar og þau leigja hana fyrir 106.000 HUF deilið síðan með 3 og þá fáið þið íslenska verðið.

Síðan eru fréttir að færa af mér að ég er hættur við að vera á stúdentagarði og er búinn að finna mér íbúð. Þessi íbúð er alveg ágæt en það þarf að gera dáldið fyrir hana svo að hún verði Dodda væn. En þar er stórt eldhús, stofa, baðherbergi og svefnherbergi. Þetta er svona 55 - 60 fermetra íbuð og ég kem til með að leigja hana á 55.000 HUF sem að er um 17.000 krónur.

Þessi fæsla er orðin dáldið löng og lofa ég að þær verði styttri í framtíðinni og ég kem til með að bæta við myndum á næstunni.

En með kærri kveðju
Doddinn ykkar

15 comments:

Anonymous said...

Gott að allt gekk vel! En hva....leist þér ekkert á stúdentagarðana?

Var að koma heim frá Torfastöðum. Þín var sárt saknað og þá sérstaklega í rafting-inu.

Hafðu það gott kallinn minn og láttu heyra frá þér þegar þú getur. ;)

Anonymous said...

Það er a.m.k gott að þú komst á leiðarenda Doddi minn, þrátt fyrir basl á leiðinni.
Settu endilega inn myndir af nýju íbúðinni þinni (og ég vildi óska að það væri hægt að fá svona ódýrar íbúðir á okkar ástkæra Íslandi...).
Við söknuðum þín í vel heppnuðum berjamó í dag þar sem við náðum í helling af góðum bláberjum og aðalbláberjum og borðaðar pönnukökur ala mamma litla ;)
Vonast til að heyra frá þér brátt aftur!

Anonymous said...

Yoyo mofo hambo. Bloggaðu eins og þú getur Doddi minn. Styttri færslur, ég nenni ekki að lesa svona mikið.

Anonymous said...

Kallinn kom til Köben í gær. Við Arndís erum núna bara að vinna í húsnæðismálum. Erum að reyna að finna aðeins stærri íbúð.

Hvernig líkar þér í nýju íbúðinni? Er hún langt frá skólanum?

Doddi said...

skólinn er fínn. dáldið skrýtið að vera einn af erlendu nemunum. En annars er ég bara að læra ungversku. Ég er svona 10 -15 mín með hjóli í skólann. Ekkert voða langt frá. Campusinn er voða flottur, það er að segja allt skólasvæðið.
Vona að þið finnið stærra ástirnar mínar. Eruð þið í einhverjuk barnahugleiðingum??? Djók

kveðja doddi

Anonymous said...

Já það er einmitt eitt á leiðinni!!! Nei, nei. Held að við bíðum nú aðeins með það....

Flott að þér líði vel þarna úti. Ég er reglulega að tékka á flugfari til Ungverjalands. Við ætlum að kíkja á þig. I promise you!!! ;)

Anonymous said...

heihei, gott að vita að doddinn plumar sig vel þarna úti. Svo áður en ég veit af muntu bara vera orðinn ungverskur klámmyndaleikstjóri með læknapróf, með porno-nafnið Dr. Dod.

Hafðu það fínt snúllan mín, þú ert uppáhalds fyrrverandi kærasti minn!:D

Unknown said...

Blessaður og sæll Doddi. Dodda blogg er alltaf e-ð sem maður les milli tíma. Vertu nú virkur að skella færslum frá Ungverjalandi. Bið að heilsa Alexöndru.

Anonymous said...

Blessaður Doddi! Ég bíð spenntur eftir næstu færslu frá meistaranum.. vonandi dettur hún inn fyrr en varir. Óska þér góðs gengis með allt í Debrecen kallinn minn.

Anonymous said...

Koma svo!!!

Anonymous said...

Er þetta strax dautt?

Anonymous said...

Do it!

Doddi said...

þetta er ekkert dautt
Give me a chance hérna.
Það hefur tekið sinn tíma í fyrrum komúnistaríki að redda netinu hérna. Sumir vita ekki hvað internetið er.

Hold your horses segi ég nú bara

kv. Þórður

Anonymous said...

[url=http://community.bsu.edu/members/buy+online+Viagra.aspx]cheapest Viagra online[/url]

[url=http://ceklansi.ru/zhurnal-znakomstv-v-spb.php]журнал знакомств в спб[/url]
[url=http://ceklansi.ru/pesnya-buduschie-blyadi.php]песня будущие бляди[/url]
[url=http://ceklansi.ru/seks-znakomstva-novokuzneck-chat.php]секс знакомства новокузнецк чат[/url]
[url=http://ceklansi.ru/dosug-nnov.php]dosug nnov[/url]
[url=http://ceklansi.ru/znakomstva-org.php]знакомства org[/url]
[url=http://celuyou.ru/luchshie-prostitutki-saratova.php]лучшие проститутки саратова[/url]
[url=http://celuyou.ru/chastnye-obyavleniya-seks-znakomstv.php]частные объявления секс знакомств[/url]
[url=http://celuyou.ru/brateevo-intim.php]братеево интим[/url]
[url=http://celuyou.ru/znakomstva-komu-za-30-let.php]знакомства кому за 30 лет[/url]
[url=http://celuyou.ru/znakomstva-seks-ulan-ude.php]знакомства секс улан удэ[/url]
[url=http://deperovero.ru/znachenie-slova-blyad.php]значение слова блядь[/url]
[url=http://deperovero.ru/prostitutki-transvestity-moskvy.php]проститутки трансвеститы москвы[/url]
[url=http://mx.deperovero.ru/ischu-devushku-dlya-seksa-molodye-let-iz-yaroslavlya.php]ищу девушку для секса молодые лет из ярославля[/url]
[url=http://mx.deperovero.ru/saund-trek-k-teleserialu-seks-v-bolshom-gorode-mr3.php]саунд-трек к телесериалу секс в большом городе мр3[/url]
[url=http://rp.deperovero.ru/sayt-znakomstv-saransk.php]сайт знакомств саранск[/url]
[url=http://rp.deperovero.ru/chat-znakomstv-v-stavropole.php]чат знакомств в ставрополе[/url]
[url=http://ss.deperovero.ru/hochu-parnya-dlya-seksa.php]хочу парня для секса[/url]
[url=http://ss.deperovero.ru/poznakomlus-s-muzhchinoy-v-ekaterinburge.php]познакомлюсь с мужчиной в екатеринбурге[/url]
[url=http://tt.deperovero.ru/seks-znakomstvo-g-kazan.php]секс знакомство г казань[/url]
[url=http://tt.deperovero.ru/dosug-i-seks.php]досуг и секс[/url]

Anonymous said...

reported the majority of people pay your lending options in timely manner and even free of fees and penalties
A top arrears aid organization is trying the amount of most people looking towards these individuals regarding help over fast cash advance bad debts to help you double this kind of. credit card debt charitable affirms all over have used a near future, great appeal to funds this coming year. That charitable organization says 3 years back numerous consumers with them is unimportant.
http://pozyczkanadowod24.com.pl
pożyczki prywatne bez bik tarnów
pożyczka bez bik forum
witryna domowa
pożyczki

http://pozyczkanadowod24.net.pl
http://szybkapozyczkaonline.com.pl
http://kredytybezbiku.biz.pl