Monday, October 1, 2007

Afsakanir, tryllingur og trúlofun.

Jæja góðir hálsar

Hvað er uppi? eða eins og maður segir á enskunni, What's up homies? eða á magyarul Hogy Vagy? Hérna í Debrcen er bara allt það besta að frétta af hinum týnda syni Íslands og syni Ásdísar og Þorvalds. Nei smá djók ég er ekkert týndur. Hef bara verið slakur bloggari. En þið verið að gefa mér smá credit fyrir það að þessi síða er aðeins aktívari en gamla blogg síðan mín.
En í síðast liðinn föstudag þá átti ég afmæli hérna í Debrecen og mitt fyrsta afmæli annarsstaðar en á Íslandi. Krakkarnir voru voða almennilegir við mig hér og við fórum útborða um kvöldið og síðan fórum við að skemmta okkur á Basis og Scilence sem að eru heitir staðir hérna í Debrecen. Ég vil þakka öllum hérna í Hungary fyrir frábæran og eftirminnilegan afmælisdag. Ég vil líka þakka öllum heima á Íslandi og Danmörku fyrir hlýjar og góðar kveðjur. Þessar kveðjur gerðu það að verkum að mér leið og vel og þær gáfu mér styrk.

En ég vil fyrst og fremst tileinka þessar færslu minni bestu frænku og eins og ég vil kalla systur mína hana Sigrúnu og hennar heitelskað Andra. En ég fékk þær fréttir um daginn að þau höfðu opinberað trúlofun sína og ég hef ekkert haft tíma né verið í netsambandi til þess að óska þeim innilega til hamingju með þessa ákvörðun. Þetta er stórt stökk hjá ykkur og virði ég ykkur og legg blessun mína á samband ykkar. Ég vil síðan gefa ykkur eitt heilræði. Sama hvað á dynur í lífi ykkar og sambandi ykkar, munið ávallt að virða hvort annað og sýnið hvort öðru skilning og virðingu í hvívetna þannig munið þið njóta gæfu og lukku í sambandi ykkar. En ég hélt samt alltaf að ég yrði á undan ykkur að trúlofa mig en nei svo er það ekki. Til hamingju enn og aftur.

En núna ætla ég að kveðja ykkur skrifa aftur fljótlega.

kveðja Doddi

9 comments:

Anonymous said...

Takk kærlega fyrir þetta Doddi minn :)
Ég vona að allt gangi vel og þú hafir skemmt þér mjög vel á afmælisdaginn.
Einnig vona ég að þér líði bara ágætlega þarna í Ungverjalandi og að þú þjáist ekki af heimþrá.
Hvernig gengur annars að læra tungumálið? ;)

Doddi said...

Hahaha

Tungumálið er frekar erfitt. En maður er farinn að gera reddað sér pínu á málinu.

Anonymous said...

Gott að þú skemmtir þér vel á afmælisdaginn. ;)

Anonymous said...

Jæja, kallinn. Farðu nú að hringja í mig fullur aftur bráðum, þetta var hin fínasta skemmtun fyrir mig og Andreu. Það er líka svo mikill advantage að þú mannst ekkert hvað maður er að segja við þig, þannig að símtalið verður enn skemmtilegra eftir því sem maður bullar meira í þér :D

Ég er farin til parísar. Sjáumst dúlli!:*

Anonymous said...

Það er bara allt að verða vitlaust á þessu bloggi maður..

Anonymous said...

þetta er allsh ekki góð frammissstaða hjá þér. Þetta er ömurlegt blogg!

Anonymous said...

Þetta er alls ekki gott blogg eiginlega frekar lélegt þú kæmist ekki langt í bloggheiminum.

Anonymous said...

Já veistu Bubbi, ég er alveg sammála þér.

Anonymous said...

Sæll Doddi.
Gott að heyra að allt er gott í Ungverjalandinu;)
Ég var að rekast á svo ansi skemmtilegt myndband með Elmari Johnson, fanst ég verða að deila því með einhverjum úr 6.R : http://hi.is/~hej2/frummenn-net.mov