Thursday, September 6, 2007

Afsakið töfina

Jæja áhugasama fólk

Hér er ég mættur til að skrifa stutta og laggóða færslu. Mamma nennti ekki að lesa hana yfir. En núna er ég að verða búinn á ungverskunámskeiðinu og það er lokapróf á föstudaginn, frekar stórt próf. Þú þarft að kunna allt. En allavegna hér gengur allt vel er kominn í íbúðina og er tengdur netinu. Þið getið sent mér póst og annað stöff. Myndir fara að detta inn. Það er voða mikið að gera hjá manni þessa dagana meðan maður er að kynnast bænum og kom sér fyrir.

Ég vil síðan skil kærri kveðju til allra strákana í West-side of RVK. Takk síðan Nanna fyrir að útnefna mig sem uppáhalds fyrrverandi kærasti, góður titill þar á ferð.
Eitt enn. Menn hafa talað um að íslenskar stelpur séu myndarlegar, bíðið bara þangað til þið komið til Ungverjalands. Þær eru út um allt.

Þetta er skólinn minn.

En bless í bili.
Þórður Gunnar

12 comments:

Unknown said...

Sæll Þórður! Gaman að lesa um ævintýri Dodda í Ungverjalandi og fá að fylgjast með þessu. Ég bíð spenntur eftir hópferð til Ungverjalands, vonandi fáum við þá að sjá e-ð af þessum stórfögru kvennmönnum. Kveðja frá Vesturbænum.

Anonymous said...

Já sama segi ég ég bíð spenntur eftir ferð og ef maður þekkir þig rétt þá ertu þegar komin með einhverja upp á armin.
Kv Fire

Anonymous said...

Það er greinilegt að kallinn hefur meira en nóg að gera....skóli og svo fylgjast með skutlunum.

En á hvaða mail er best að senda þér? Hotmail, gmail eða háskólamailið?

Anonymous said...

Sæll Doddi minn. Það verður gaman að koma til þín í framtíðinni og sjá þig reyna við ungversku dömurnar eða kannski kominn með eina ungverska? Nei, annars farðu vel með þig félagi.

Kveðja Arnar

Anonymous said...

suddaleg könnun!! Hvað er að frétta af Alexöndru?

egummig said...

Kvitt :D

Anonymous said...

Blessaður Doddi! Frétti að þú værir búinn að selja bóka-rétt að lífi þínu þarna úti fyrir fúlgur. Nú geturðu aldeilis treat-að hana Alexöndru þína! Veist að þú getur postað myndum hérna líka ... hint ... kv. Elli

Anonymous said...

hljómar heví næs að að vera í háskóla úti. Kannski maður ætti að prufa þetta. Take care;)

xoxo

Anonymous said...

Gaman að heyra frá þér.
Ég var að frétta að þú hafir fótbrotið þig þarna um daginn, hvernig fórstu að því að slasa þig svona snemma? :)
Ég vona bara að þú jafnir þig fljótt og þú þurfir ekki að vera lengi í gifsi.

En ein frétt hérna að heiman:
Ég og Andri trúlofuðum okkur síðustu helgi! Mín alveg rosalega ánægð með æðislegan hring ^.^

Bloggaðu fljótt aftur

Anonymous said...

Já það er naumast! er ekki pláss fyrir mig í íbúðinni....ég ætla að koma í heimsókn....hef reyndar ekki nokkurn áhuga á ungversku skutlunum en kem samt

Beta

Anonymous said...

Hæ, Doddi og Til hamingju með þetta allt saman - Hljómar rosalega vel hjá þér!
Ég er einmitt sjálf á leiðinni til Berlinar eftir 10 daga, komst nefnilega í draumaskólann minn úti! Bara verst að þú missir af kveðjuteiti í þýskum stíl...
Hafðu það áfram gott og ekki hika við að kíkja í heimsókn við tækifæri, ekki langt að fara á milli núna!
Knús, Ellý

Anonymous said...

Gaman að fylgjast með þér Doddi minn.. farðu vel með þig :)