Sunday, October 28, 2007

Kominn tími til, er þaggi??

Þetta er ekki hægt lengur að láta þessa #$()%# síðu standa blogg-lausa í fleiri vikur. En beittur hefur verið mikill þrýstingur til að fá mig til að skrifa á síðuna mína. Ég legg til (smá ábending til mín) Þórður Gunnar að þú skrifir oftar og ert með stuttar færslur. Já ég er þér hjartanlega sammála. Það hafa margir vinir mínir og já strákar og stelpur meira segja móðir mín (þessi elska) hafa ýtt við mér og beðið mig um að blogga svolítið. Það sem að hefur drifið hér á daginn í Debrecen er ekki mikið. Það hefur verið skóli og djammað svolítið á milli. Matarboð hafa einnig verið dágóð skemmtan.

En þar sem að ég bý, býr íslensk stúlka fyrir neðan mig og það er hún Magnea. Alveg yndislega manneskja og algjör gullmoli. Ég bjó hjá henni í eina viku meðan á tiltekt stóð í íbúðinni minni. Hún tók við mér eins og ekkert annað værir sjálfsagðara. Hún er líka dugleg að bjóða mér í mat. Ég á enn eftir að launa henni greiðann. Er búinn að redda passa fyrir hana á evrópumeistarmótið í 25m laug sem að haldið verður hérna í bænum mínum í desember. En í desember verið feiki stórt sundmót haldið hérna í Debrecen og allir bestu sundmenn Íslands koma til með að keppa og vonandi að þeim gangi vel. Fyrir ári síðan vann Örn Arnarson til bronsverðlaun í 50m flugsundi og margir töluðu um að það væri endurkoma hans inn í toppinn í sundheiminum og vonandi að það gangi vel núna. Móðir mín kemur með liðinu og verður hérna og það verður æði að fá hana. Ég verð síðan sjálfur á sundmótinu og fylgist með.


En það er lítið að frétta af mér. Kallinn er á lausu baraað láta ykkur vita. En ég vildi að ég gæti komið með svona fréttapistla eins og Grétar en það er annað mál. Ég er bara ekki orðinn það góður í ungverskunni. Ég get pantað mat og svona í gegnum síma og talað við fólk í búðum hvar svona hitt og þetta er, en annað ekki. Þetta tungumál er ekkert grín. Einu fréttirinar sem að ég get komið með er að heim á fróni eins og flestir vita var landsleikur á milli Íslands og Ungverjalands og endaði rimman með jafntefli eða hvort liðið vann sinn leikinn hvort. Þetta var ekki mikið ánægju efni fyrir Ungverja þar sem að þeir voru að nota sína bestu leikmenn eða það er sagt hér í fjölmiðlum. Er almenn óánægja með þessa framistöðu liðsins.



Hér hjá mér hefur verið mikið að gera í lestri. Það var próf núna á dögunum í Medical Chemistry og gekk það alveg bærilega ég fékk þrjá af 5 og er alveg sáttu með það. Síðan var próf í Librarian science og ég fékk fimm af fimm í því. Það er alltaf gefið í einum upp í fimm þar sem að fimm þýðir yfir 85% náð. Síðan var í mjög erfiðu prófi í biostatistics og mér gekk ekki alveg nógu vel. Síðan framundan er próf í Medical Latin sem að er fyrirrennari fyrir anatomíu og í vikunni þar á eftir er próf í biophysics þannig að það er nóg að gera hjá mér þangað til í desember. Ég býst síðan ekki við því að koma heim um jólin þar sem að ég ætla að reyna að ná að taka prófin hér úti sem fyrst og koma heim bara í afslappelsi. Ég verð því einn um jólin. En síðan höfum við verið að djamma líka dáldið hérna. Íslendingarnir eru duglegir að halda party og hefur maður náð að kynnast stórum hluta af íslendingunum hérna.



Ég ætla að enda þessa færslu núna og lofa ykkur því að það verður ekki eins langt í næstu færslu.
Yfir og út

Monday, October 1, 2007

Afsakanir, tryllingur og trúlofun.

Jæja góðir hálsar

Hvað er uppi? eða eins og maður segir á enskunni, What's up homies? eða á magyarul Hogy Vagy? Hérna í Debrcen er bara allt það besta að frétta af hinum týnda syni Íslands og syni Ásdísar og Þorvalds. Nei smá djók ég er ekkert týndur. Hef bara verið slakur bloggari. En þið verið að gefa mér smá credit fyrir það að þessi síða er aðeins aktívari en gamla blogg síðan mín.
En í síðast liðinn föstudag þá átti ég afmæli hérna í Debrecen og mitt fyrsta afmæli annarsstaðar en á Íslandi. Krakkarnir voru voða almennilegir við mig hér og við fórum útborða um kvöldið og síðan fórum við að skemmta okkur á Basis og Scilence sem að eru heitir staðir hérna í Debrecen. Ég vil þakka öllum hérna í Hungary fyrir frábæran og eftirminnilegan afmælisdag. Ég vil líka þakka öllum heima á Íslandi og Danmörku fyrir hlýjar og góðar kveðjur. Þessar kveðjur gerðu það að verkum að mér leið og vel og þær gáfu mér styrk.

En ég vil fyrst og fremst tileinka þessar færslu minni bestu frænku og eins og ég vil kalla systur mína hana Sigrúnu og hennar heitelskað Andra. En ég fékk þær fréttir um daginn að þau höfðu opinberað trúlofun sína og ég hef ekkert haft tíma né verið í netsambandi til þess að óska þeim innilega til hamingju með þessa ákvörðun. Þetta er stórt stökk hjá ykkur og virði ég ykkur og legg blessun mína á samband ykkar. Ég vil síðan gefa ykkur eitt heilræði. Sama hvað á dynur í lífi ykkar og sambandi ykkar, munið ávallt að virða hvort annað og sýnið hvort öðru skilning og virðingu í hvívetna þannig munið þið njóta gæfu og lukku í sambandi ykkar. En ég hélt samt alltaf að ég yrði á undan ykkur að trúlofa mig en nei svo er það ekki. Til hamingju enn og aftur.

En núna ætla ég að kveðja ykkur skrifa aftur fljótlega.

kveðja Doddi