Tuesday, December 25, 2007

Boldog Karácsony = Gleðileg jól

Kæru landsmenn, vinir og vandamenn nær og fjær

Ég vil byrja á því að óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Langar til að þakka ykkur öllum fyrir yndisleg ár og góða tvo áratugi og vona í framtíðinni að við eigum öll eftir að eiga góðar stundir.

En maður veltir því eflaust fyrir sér hvað jólin séur eiginlega. Jólin er svo misjöfn fyrir okkur. Hvert og eitt mannsbarn eiga sín jól og jólin þeirra eru í hjartana. Hjartað hefur að geyma yndislega hluti og jólin eru mjög stór hluti þar. Maður kynnist því vel hvernig og hvað jól eru í raun og veru þegar maður er staddur einn í öðru landi og kemst ekki heim. Ég áttaði mig á því að gjafir af öllum stærðum og gerðum og góður matur eru ekki endilega jól. Heldur eru jól að geta sagt á sínu tungmáli ,,gleðileg jól" og vitað af því að fjölskyldan, vinir og ættingjar eru í kringum mann. Þessi litlu hlutir vilja svo oft gleymast hjá mörgum Íslendingnum í kaupæði og neyslubjálæði. Við verðum að opna okkur upp á gátt, tala um hlutina og vera óhrædd að segja við einhvern kærkominn að þú elskir hann/hana og virðir þann einstakling og dáir. Fyrir mér í dag eru það jól, að geta talað við fjölskyldu og vini og sagt að ég sakni þeirra og að maður elski þau og heyrt síðan á mótti þessi sömu orð. Elsku lesendur ekki gleyma að líta á ykkar hjarta og finna jólin innra með ykkur.

Ég vil því segja við alla mína vini og ættingja, ég elska ykkur öll, þið eruð það sem að fullkomnar líf mitt og tilveru, gleðileg jól öll sömul og ég hlakka til að hitta ykkur á nýju ári.

En ég ekki má gleyma því að þetta voru mín fyrstu jól að heiman og voru þau í alla staði ágætt. Fyrsta skiptið sem að ég var með puttan í sósu gerð og jólasteikinni. Þetta heppnaðist allt vel og ekkert skemmdist enda ég og Magna vinkona lista kokkar. Árni kom síðan með skemmtilega nýjung inn í jólamatarhefð mína og var það þeytturrjómi með kokteilávöxtum í og banönum og súkklaði spæni og var þetta haft með hangikjetinu og hamborgarhryggnum. Ég hló mikið að þessu en þetta kom að óvart og var bara hið mest lostæti. Við vorum semsagt þennan aðfanga dag fjögur ég, Magnea, Árni og Ófeigur. Áttum við öll ljúfastund saman.

Ég skirfaði þessu færlsu mjög seint og vona að boðskapur minn hafi komist tila skila. Ég nennti aftur á móti ekki að lesa hana yfir, þannig að SORRY mamma. Einu vil ég kom á framfæri, þessi færsla er tileinkuð stór vini mínum og einn af mínum bestu vinum honum Hrafkeli Hjörleifssyni og vil ég þakk honum fyrir jólakortið sem að sendi og kom hingað í tæktíð og vil bara skila því til hans að fara varlega í brekkunum. Ég veit nefnilega að hann er ekkert voða sterkur skíðamaður hahahahaha, pínu djók.

En yfir og út

ps.

gleðileg jól enn og aftur.

10 comments:

Anonymous said...

hey það gengur ekki.. ég ætlaði að vera heilbrigðisráðherra!!! við verðum hvort sem er örugglega í sitthvorum flokknum þannig við berjumst bara um það.. =)

gleðileg jól!
Kveðja Kata

Anonymous said...

Gleeeeðileg jól Doddi minn!

ég komst að því að ég á ekki link! hvernig er þetta eiginlega?

skemmtu þér vel!

beta

Anonymous said...

Gleðileg jól Þórður minn og hafðu það sem allra best um jólin og áramótin.
Þú verður að fá jólakortið frá mér seinna.;)
Kveðja Jakobína.

Anonymous said...

Gleðileg jól Doddi :)

Anonymous said...

Gleðileg jól gamli refur, hafðu það gott!

Doddi said...

takka öll sömul fyrir góðar jólakveðjur, elska ykkur öll.

Anonymous said...

Gleðilegt nýtt ár Doddi minn og hafðu það gott í útlandinu:)
kv. Begga

Anonymous said...

Gleðilegt ár kallinn minn. Hvenær kemurðu á klakann? Ég fer aftur til DK þann 7. janúar svo við sjáumst varla á Íslandi. Sendu mér endilega skilaboð á facebook svo við getum skype-að bráðlega. ;)

Anonymous said...

Blessaður meistari!
Held mér hafi nú aldrei hlotnast sá heiður áður að vera tileinkuð heil bloggfærsla - takk fyrir það!
Farðu nú samt að koma þér heim drengur! Komin e-r dagsetning á það?

Anonymous said...

Gleðileg jól Þórður minn