Monday, March 3, 2008

Jæja núna er kominn tími að setja inn nýja færlsu

Halló halló allir,

Hvað er að frétta af öllum? Hvernig væri nú að þið kæmuð til með að segja mér e-ð frá ykkur. En hvað hefur Doddinn ykkar allra verið að gera undan farna mánuði. Úff, ég veit ekki hvar ég á að byrja, þetta verður þá frekar löng færsla. En ég skal búta þetta niður í nokkur topic:


Mynd af jólatréinu okkar

· Jólin kláruðust í Desember.
· Prófin kláruðust um miðjan Janúar
· Doddi kom heim til mömmu sín
· Doddi var heima Íslandi í smá tíma
· Tók þátt í söglegum mótmælum og var kallaður skríll fyrir vikið
· Djammið heima og kynntist stúlku, sem að er búið núna
· Hitti fjölskylduna og svona
· Var ráðinn í vinnu hjá A-6 í Fossvogi, veit ekki alveg með það samt
· 3. Feb fór heim til Debó
· Millilenti í Köben og fór í yndislegt vöflukaffi hjá uppáhalds fólkinu mínu, en það voru Grétar og Arndís.
· Lennti í Debó og tók Leo í townið mitt.
· 4. Feb önnin byrjaði á fullu.
· Flutti úr íbúðinni á Apafi Utca 56 í nýja íbúð á Jókai Utca 1/A
· Er kominn með roommate. Hann heitir Arnar Hákonarson og er á lausu.
· Skólinn er byrjaður fullu og þetta verður killer önn.





Þetta er svona grófur listi yfir það sem hefur verið að gerast hjá mér. Kom heim til íslands einhvern tímann í janúar. Það var æðislegt að komast heim. Þegar ég lennti tók á móti manni ekta íslenskur vetur. Ég var ekki fyrr lenntur heima á klakanum fyrr en stór-fjölskyldan mín fór út að borða. Þar sem að mamma #1 og mamma #2 áttu afmæli. Mamma átti afmæli 19. Jan og hún fékk ekki betri afmælisgjöf en fá glataða son sinn aftur heim á Nesveginn. Guð, hvað það var gott að komast heim í faðm fjölskyldu og vina. En við fórum öll út að borða á Pizza Company og fengum góða þjónustu eftir að konan sem að þjónaði okkur varð svo forvitin um Debrecen og námið þar. Strax eftir kvöldmatinn fórum við, ég og mamma heim, en heima mátti ég ekki stoppa lengi fór og hitti strákana. Þar spjölluðum við um stelpur og lífið. Strákarnir fóru síðan með mig á smá rúnt um Downtown RVK og þar ákváðum við ég og Keli að fara á skíði snemma í bítið. Það var farið á Gunna bíl og fórum við Gunni, Hrafnkell og Jónas í Bláfjöll. Það var æði, fá svona yndislegt veður og sjá landið sitt í réttu ljós. Þið vitið ekki hvað maður saknar mikið fjallanna og sjósins og víðáttunnar. Manni líður stundum eins og síld í tunni hérna. En svona er þetta bara. Ég er alls ekki að kvarta. Það gerir bara heimkomur eftirminnanlegri.




Við heimkomu mína kom með mér mikill stormur sem síðan endurspeglaðist í miklum stormi í pólitík. Það eru að mínu mati ein sorglegasta frétt sem að gerst hefur á þessu ári 2008, en þáverandi meirihluti í borginni féll og nýr var myndaðir. En það voru sjálfstæðisflokkurinn og Frjálslyndir og óháðir sem að núna mynduðu nýjan meirihluta. Þetta sýnir sig í sjúkleikanum sem að sumir í röðum sjálfstæðisflokksins búa yfir. En að nýta sér veikann mann til að knýja fram sínum skoðunum og málefnum er bara, já hvernig er best að orða það SJÚKLEGT. Þetta hefur íslenska þjóðin kosið í fleiri fleiri ár og núna bara vona ég að þjóð vor sjái að sér og fari að kjósa eihverja aðra flokka. Ekki endilega Samfylkinguna heldur bara e-ð annað. Einhvern annan flokk sem að er ekki svo sjúkur og á við þann vanda að stríða að valdaþorstanum verður aldrei svalað. Núna í næstu kosningum skulum við muna eftir þessum hlutum og ekki gleyma þeim, setjum þessa ósanngjörnu atburði í langtímaminnið og kjósendur verða að hætta að vera gullfiskar með gullfiskaminni. Í næstu kosningum þá loks vonandi sé ég þá framtíð að þjóðin mun standa saman og ná þeim árangri að hætta að gefa Sjálfstæðisflokknum að drekka og setja hann í meðferð fyrir fullt og allt.




Jæja kominn svolítið út fyrir strikið. En ég sem sagt tók þátt í mótmælum heim og urðu þau söguleg, e-ð sem að ég get sagt barnabörnunum frá.
Tíminn heima leið svo hratt að maður var ekki fyrr búinn að þvo eina þvottavél að maður var farinn heim aftur. Já ég tala oft í þessari færslu um heima og heimili. Ég á núna tvö heimili og þau eru Ísland og Ungverjaland.


Hopurinn í Vín Stephansdom í Vín


3. febrúar þá lagði ég af stað frá Íslandi til Debrecen aftur. Megin markmiðið var að byrja næstu önn hérna í læknaskólanum. Mikil og hröð atburðarás átti sér stað. Flutningar voru þar efstir á blaði. Núna bý ég með Arnari sem að ér 1. árs nemi líka hérna í Debó. Það gengur bara vel og erum við enn í rólegheitum að koma okkur fyrir. Íbúðin er mjög miðsvæði eiginlega í miðbænum en samt er mjög stutt í skólann. Þetta verður mjög anna söm önn hjá mér. Ég er í frekar mörgum fögum en það eru Anatomya, histology, embryology, cell biology, molecular biology og medical genetics. Mikið er einnig af prófum á þessari önn. Þannig að nokkrir samnemendur mínir hérna ákváðum að nýta okkur tímann meðan að önnin var ekki alveg farin afstað og skelltum við okkur til Vínarborgar í Austurríki. Ég get vel sagt að Vín og Austurríki er án efa ein sú fallegasta borg og land sem ég hef komið til. Við fórum akandi og gekk það mjög vel. Ég fékk að keyra líka og var það bara mjög gaman að gera það. Þetta var svona meninngarferð sem samanstóð af því að ganga um borgina og upplifa menninguna. Við fórum í óperu á Brúðkaup Fígarós og Fígaró sjálfur var Íslendingur að nafni Einar Th. Guðmundsson. Það sýnir sig bara að við Íslendingar erum allsstaðar. En ferðin var skemmtilega og lukkaðist vel í alla staði þrátt fyrir að hafa villst aðeins í Búdapest og Vín HAHAHA það er önnur saga. En núna nenni ég ekki að skrifa meira.



Tvær ljótar myndir fyrir læknanema af löppinni í byrjun september 2007

Kæru gestir og aðdáendur, þangað til næst

Over and Out

5 comments:

Anonymous said...

Gaman að lesa færsluna! Ég var í Vínarborg fyrir 7 árum síðan. Þetta er alveg mögnuð borg. Held að allir verði að fara þangað einhvern tímann. Ein fallegasta borg sem ég hef farið til!

Þú mátt endilega koma með stuttar færslur inn á milli. Alltaf gaman að fá smá fréttir. En hafðu það sem allra best hundur. ;)

Anonymous said...

Er marið ekkert að minnka Doddi??

Anonymous said...

Ertu búinn að taka niður jólatréið?

Anonymous said...

Er ekki kominn tími á pistil um fall kapítalsimans Þórður minn?

Anonymous said...

Verður marið ekki örugglega orðið gott fyrir sumarið? Esjan þarf á marlausum Þórði að halda.