Saturday, August 25, 2007

Jæja elskurnar

Afsakið með síðustu færslu hún klúðraðist e-ð aðeins hjá mér þannig að allt sem að ég vildi segja kom ekki til skila.

En allavegana þegar frá var horfið var ég staddur á Íslandi í síðustu færslu. Við innritunarborðið kom það í ljós að ég var með alltof mikinn farangur eða um 20 kg í yfirvigt hehehehe. En ég náði að hössla út úr konunni við deskið smá afslátt. Flugið til Köben gekk alveg ljómandi vel, fyrir utan það að ég sat við ganginn og flugfreyjan dúndraði vagninum í olnbogann minn, stór marblettur þar á ferðinni.

Því næst var komið að því að ná í töskurnar sínar á Kastrup. Það gekk mjög vel að ná í þær og allar skiluð sér. Þá var farið inni landið og að terminali 2. Við innritunarborðið hjá SkyEurope átti ekki að sleppa mér þrátt fyrir ég var að væla úr þeim stúdentaafslát og gerði það á dönsku í þokkabót. Alltaf bestur í dönskuni er það ekki strákar. En þar átti ég að borga fullt gjald fyrir töskurnar. E-ð um 1200 danskar krónur. En þarna var ballið bara rétt að byrja. Ég hafði ákveðið að láta þungar bækur, playstation, flakkarann o.fl. í handfarangurinn, kallin aðeins að reyna að létta sig. Allt gekk vel nema þegar ég kom að öryggishliðinu á Kastrup, þar var ég látinn taka allt upp úr töskunni og það síðan skannað sérstaklega. Þetta tók aldeilis tímann sinn og það var kominn dágóð röð af fólki að bíða, allt þetta út af mér. En á endanum sagði ég að ég væri að missa af vélinni og þeir leyfðu mér að fara. Þegar í vélina var komið tók annað ævintýri við. Þar kom það í ljós að fyrirtækið sem sér um að setja farangur í vélina hélt að þrjár töskur hefðu farið inn í vélina sem ekki áttu að fara til Búdapest. Þeir tóku það upp að taka allar töskurnar úr vélinni og biðja fólk að fara í röð og fara út úr vélinni til þess að bara kennsl á sínar töskur. Allt þetta tók um einn og hálfan tíma. En það var lagt af stað til Hungary. Ég lennti í Búdapest um klukkan sjö og þar var tekið á móti okkur af sendisveinum hans Leo en hann er gaur sem að á e-ð fyrirtæki sem að séð hefur um að ferja okkur íslendinga fram og til baka frá Búdapest til Debrecen og svo öfugt.

Þegar til Debrecen var komið, eftir því miður skrautlegan akstur, þá fór ég á gistiheimili sem að heitir Centrum Panzió (Panzió = Gistiheimili). Ég gisti þar í þrjár nætur og læt ég vel af þessu gisti heimili ég mæli alveg hiklaust með því.
Núna er ég í íbúð hjá Siggu Evu og Árna sem að er kærustuparið sem að ég ferðast með allaleiðina til Debrecen með. Íbúðin þeirra er mjög fín og þau eru sátt með hana. En hún er 105 fermetrar og þau leigja hana fyrir 106.000 HUF deilið síðan með 3 og þá fáið þið íslenska verðið.

Síðan eru fréttir að færa af mér að ég er hættur við að vera á stúdentagarði og er búinn að finna mér íbúð. Þessi íbúð er alveg ágæt en það þarf að gera dáldið fyrir hana svo að hún verði Dodda væn. En þar er stórt eldhús, stofa, baðherbergi og svefnherbergi. Þetta er svona 55 - 60 fermetra íbuð og ég kem til með að leigja hana á 55.000 HUF sem að er um 17.000 krónur.

Þessi fæsla er orðin dáldið löng og lofa ég að þær verði styttri í framtíðinni og ég kem til með að bæta við myndum á næstunni.

En með kærri kveðju
Doddinn ykkar

Thursday, August 23, 2007

Ég er mættur til Hungary!

Komið þið sæl og blessuð

Ég vil þakka Grétari "my brother from a nother mother" kærlega fyrir að hjálpa mér að setja upp þessa síðu. En hér er allt gott að frétta. Hef verið frekar lengi að komast í net samband. Mikið að gera hjá mér þessa tvo daga sem að ég er búinn að vera hérna úti.

En ég kom hingað til Hungary á þriðjudaginn þann 21. ágúst svona u.þ.b. klukkan 18:00. Þessi ferð gekk ágætlega framan af. Á Leifstöð var fyrsta hindrun þá komst það upp að ég var með yfirvigt.

Fluttur til Ungverjalands!