Saturday, December 1, 2007

Hvað eru bara að koma jól? Allt crazy!

Jæja þá hvað er nú að frétta af mér? Héðan frá Debrecen er að allt gott að frétta, núna er komið að því að duga eða að drepast. Nóvember er óðum að verða búinn og desember er að færast nær og nær, þið vitið öll hvað það þýðir sem að sitjið núna á skólabekk, skemmtilegasti tími námsmannssins er framundan JÓLAPRÓF! En fyrir flesta eru jólaprófin fyrir jól en NEI ekki hérna í Hungary. Jólaprófin hér eru haldin eftir jól. Ég er að fara upplifa núna mitt fyrsta, hvernig á ég að orða það, jólatímabil fjarri heimahögunum. Bara svo að þið vitið þá er þetta svona smá hugleiðing. Mér finnst Ungverjar ekki vera mikil jólabörn eða kannski er þetta neyslubrjálæði ekki eins mikið og á Íslandi þegar vorrir landsmenn verða varir við það nú þarf að huga að jólunum. Ég held og „prove me if I am wrong“ að jólin fyrir margan Íslendingin eru einn dýrasti hlutinn af úgjöldum heimilina á ári hverju. Ég er nú ekki alveg alsaklaus í heimi neyslunnar enda verið lítt annað en þekktur innan fjölskyldunar að fara frekar illa með fé, en vonandi fá Ungverjar mann til að hugsa sig aðeins um. Jólin eru ekki neyslutími heldur tími til að vera í faðmi fjölskyldu og vina.
En jólin hér eru einungis tveir dagar og þýðir það einungis tveggja daga frí. Jólin hjá Ungverjum eru frá 25. – 26. desember. Jólin eru ekki eins stór og heima á fróni og á maður eftir að sakna þeirra mikið. Maturinn hjá Auði frænku, kalkúnninn hennar Mömmu og miðnæturmessan, allt eru þetta jólin fyrir mér. Ekki má heldur gleyma þorláksmessu tónleikunum með Bubba Morthens, en núna í ár verður enginn Þórður, ég þarf að hlusta á þá í gegnum netið. Síðan verður sárt saknað að komast ekki í smákökur og marga lítra af mjólk hjá henni Jóhönnu mömmu hans Sigfúsar. En maður getur talað endalaust um það hvað maður saknar. Við nemarnir hérna í Debrecen erum að fá mat sendan að heiman og ætlum að halda jólin sameiginlega.
Strax eftir þessa tvo frídaga þá byrja prófin. Ég reikna með að taka prófin þann 28. des og síðan vikuna þar á eftir eða um 4-5. jan. Þá má fólk fara að búast við mér heim. Ég reikna ekki með að komast heim fyrr. En ég hlakka til þess. Ég ætla ekki að kaupa miða fyrirfram enda verður það bara óþarfa stress.
Núna hjá mér er mikill lestur og gott að vera búinn að lesa slatta áður en mamma kemur, en það fer að styttast í það. Ekkert orðin neitt smá spenntur. Hlakka alveg rosalega mikið til þess.
Annars er ég núna byrjaður að synda aftur og syndi með lið hérna í Debrecen sem að er svona fyrir University Dropout‘s og við syndum þrisvar í viku og allt að þrjá til fjóra kílómetra í senn. En í dag sunnudaginn 26. nóvember keppti ég á mínu fyrsta sundmóti eftir alllangt hlé frá keppni. Ég keppti í 100m skriðsundi og synti á tímanum 1.04,2 sem að er bara ágætt fyrir svona bumbubúa eins og mig hehehehe. Ég varð meira segja í öðru sæti.
En núna verður þetta ekki mikið lengra. Er að uploada myndum og vona að þær verða komnar inn í fyrramálið.

Over and out

11 comments:

Unknown said...

Blessaður Doddi,
Gott að heyra að allt er á góðu róli hjá þér. Vonandi verða jólin úti bærileg og hlakka til að sjá þig þegar þú kemur á klakann.

Kv. Elli

Anonymous said...

Gaman að heyra hvað gengur vel hjá þér þarna úti, maður skilur heimþránna vel (sérstaklega um jólin). Heimta að hitta á þig þegar þú kíkir á klakann, sama hvort það sé til að skála bjór eða spila skítakall! ;)

Gangi þér vel með próflesturinn.

Anonymous said...

Sæll gamli góði vinur! Það er gott að jólin séu ekki að taka frá þér tíma fyrir jólaprófin. Held að þetta sé nokkuð sniðugt að hafa prófin bara um jólin, þá þarftu ekki að hugsa um neitt annað en prófin ekkert jólastress aðeins prófastress og ekkert auka áhyggjur. Ertu ekki annars búinn að senda jólapakkann póst til mín, ef ekki þá veður að fara huga að því svo hann komi á réttum tíma. Prófa kveðjur Arnar

Anonymous said...

Blessaður Doddi. Gaman að geta fylgst með þér í Ungverjalandi. Mér sýnist á færslunum að þér líki bara vel þarna úti...nóg að gera greinilega.:) Hafðu það sem best:)
Jakobína

Anonymous said...

ertu ekki að grínast? Ertu búinn að lesa að Arndís hans Grétar er í 7 vikna jólafríi og þú 2 daga? Úff ég kalla þig góðan og segi bara gangi þér sem allra best og vertu nú í 1. sæti í næsta sundmóti. Hilsen frá Norge.

Anonymous said...

Já Doddi minn, þín verður sárt saknað um jólin... fyrstu jólin mín án Dodda frænda :(
Ég held nú sammt að hún Ásdís ætli að geyma kalkúninn þar til þú komir til landsins svo við getum verið öll saman.
Skemmtu þér vel yfir jólin!

Anonymous said...

Hæ Doddi minn!
Var að detta inn á bloggið þitt, enda ekki komið nálægt tölvu í margar vikur!! Ekki nógu gott hjá stelpunni :/ en frábært að heyra frá þér og gott að þér gangi vel þarna úti, hlakka svo til að sjá þig þegar þú kemur heim! Massaðu prófin! ;)
Kv.Jóhanna

Anonymous said...

Jeremías á jólaskónum! Til hamingju með góðan árangur í sundinu og gangi þér vel í prófunum. Við mamma hlökkum mikið til að sjá þig þegar þú kemur í janúar og mamma leggur til að við fáum okkur heitt kakó og rjóma og meðí!

Jólakveðja,

Ástríður

Anonymous said...

Hæ Doddmann!

Gott að heyra að þér líki svona andskoti vel þarna úti! 2 daga jólafrí? sheisse man!
Gangi þér bara ofsalega vel í prófunum og skemmtu þér bara multi multi vel!

Kveðja af klakanum
Beta =)

Anonymous said...

Heyrðu, bara allt crazy!

Anonymous said...

Gleðileg jól kallinn minn og vona að þú hafir það sem allra best. Þín er sárt saknað á klakanum. Gangi þér vel að lesa og ég hlakka til að sjá þig í janúar. ;)