Thursday, September 20, 2007

Jæja lífið er að fara komast í rétt horf....

Komið þið sæl og blessuð (alveg eins og Jón Ársæll segir ;) )


Ég verð enn og aftur að afsaka það hversu langt hefur liðið á milli færslna hjá mér. En núna er, þegar ég skirfa þessa færslu, 20. sept og nákvæmlega einn dagur í það þangað til að ég kem til með að fagna 22 ára afmælinu mínu. Enda vita nú vonandi einhverjir að ég á afmæli á morgun föstudag þann 21. september.

Á föstudaginn þá er ég búinn með nákvæmlega tvær vikur af skólanum mínum hérna. Fyrsta vikan var ansi skrautleg. Mér hafði tekist að meiða mig illilega á fætinum í læknabolta með íslendingunum, já strákar mínir það er spilaður fótbolti einnig hér í Debrecen. Þannig að fyrsta skóladaginn minn, hummm þá fór ég ekki í skólann. Ég ákvað að taka smá klíník í staðinn og kynnast því hvernig heilbrigðiskerfið hérna virkar. Það má með sanni segja að þeir noti peningana á réttum stöðum. Húsakosturinn er ekki beint til að hrópa húrra yfir, en er þó fokheldur og með rafmagni, en tækinn sem að þeir nota eru jafnvel flottari en tækin á LSH. Sorry, þeir nota peningana bara rétt.

Þetta er síðan ekki allt. Alla vikuna þurfti ég að skakk labbast á einum fæti þar sem að enginn skildi mig þegar ég bað um hækjur. Þrátt fyrir að hafa tekið meistara takta í actionary þá tókst þeim ekki að skilja mig. Ég þurfti síðan að flytja úr íbúðinni minni til vinkonu minnar hennar Magneu sem að ég dýrka og dái, hún er búin að vera svo góð við mig, útaf því að leigusalinn minn vildi mála og þrífa alla íbúðina mína. Þannig að ég er búinn að vera núna í tæpa viku íbúðarlaus. En þetta fer vonandi að koma og fóturinn minn er allur að koma til.

Þetta er síðan ekki allt saman. Mér tókst síðan að týna veskinu mínu með 60.000 forintum í sem að eru mánðarlaun fólks hérna í Hungary eða að jafngildi 20.000kr. Ég tók veskið e-ð úr rassvasanum mínum og gleymdi því í skólastofunni minni með öllu í því, kortum og tryggingakortum. En þetta endaði þannig að einhver prófessor kom í fyrirlestur hjá mér með 300 manns í og kallaði upp "is Orpur Orvaldsson here" og ég eins og algjör asni en samt með smá tilhlökkun sagði "yes I am right here" og hann spurði mig út í það hvað var í veskinu og lét mig síðan hafa það.

En svona byrjaði skólinn hjá mér. Takk fyrir. En allt er þegar þrennt er. Ég er núna búinn að lenda í þremur stórum óhöppum og núna liggur leiðin upp á við. Ég er núna að stefna á það massa prófin í lok annar og er byrjaður að lesa. Tvö stærstu fögin á þessari önn eru biophysics og síðan Medical Chemistry.


En þessi færlsa er orðin dáldið löng núna og ætla ég að kveðja ykkur núna. Bless bless

Thursday, September 6, 2007

Afsakið töfina

Jæja áhugasama fólk

Hér er ég mættur til að skrifa stutta og laggóða færslu. Mamma nennti ekki að lesa hana yfir. En núna er ég að verða búinn á ungverskunámskeiðinu og það er lokapróf á föstudaginn, frekar stórt próf. Þú þarft að kunna allt. En allavegna hér gengur allt vel er kominn í íbúðina og er tengdur netinu. Þið getið sent mér póst og annað stöff. Myndir fara að detta inn. Það er voða mikið að gera hjá manni þessa dagana meðan maður er að kynnast bænum og kom sér fyrir.

Ég vil síðan skil kærri kveðju til allra strákana í West-side of RVK. Takk síðan Nanna fyrir að útnefna mig sem uppáhalds fyrrverandi kærasti, góður titill þar á ferð.
Eitt enn. Menn hafa talað um að íslenskar stelpur séu myndarlegar, bíðið bara þangað til þið komið til Ungverjalands. Þær eru út um allt.

Þetta er skólinn minn.

En bless í bili.
Þórður Gunnar