En það er lítið að frétta af mér. Kallinn er á lausu baraað láta ykkur vita. En ég vildi að ég gæti komið með svona fréttapistla eins og Grétar en það er annað mál. Ég er bara ekki orðinn það góður í ungverskunni. Ég get pantað mat og svona í gegnum síma og talað við fólk í búðum hvar svona hitt og þetta er, en annað ekki. Þetta tungumál er ekkert grín. Einu fréttirinar sem að ég get komið með er að heim á fróni eins og flestir vita var landsleikur á milli Íslands og Ungverjalands og endaði rimman með jafntefli eða hvort liðið vann sinn leikinn hvort. Þetta var ekki mikið ánægju efni fyrir Ungverja þar sem að þeir voru að nota sína bestu leikmenn eða það er sagt hér í fjölmiðlum. Er almenn óánægja með þessa framistöðu liðsins.

Hér hjá mér hefur verið mikið að gera í lestri. Það var próf núna á dögunum í Medical Chemistry og gekk það alveg bærilega ég fékk þrjá af 5 og er alveg sáttu með það. Síðan var próf í Librarian science og ég fékk fimm af fimm í því. Það er alltaf gefið í einum upp í fimm þar sem að fimm þýðir yfir 85% náð. Síðan var í mjög erfiðu prófi í biostatistics og mér gekk ekki alveg nógu vel. Síðan framundan er próf í Medical Latin sem að er fyrirrennari fyrir anatomíu og í vikunni þar á eftir er próf í biophysics þannig að það er nóg að gera hjá mér þangað til í desember. Ég býst síðan ekki við því að koma heim um jólin þar sem að ég ætla að reyna að ná að taka prófin hér úti sem fyrst og koma heim bara í afslappelsi. Ég verð því einn um jólin. En síðan höfum við verið að djamma líka dáldið hérna. Íslendingarnir eru duglegir að halda party og hefur maður náð að kynnast stórum hluta af íslendingunum hérna.
Ég ætla að enda þessa færslu núna og lofa ykkur því að það verður ekki eins langt í næstu færslu.
Yfir og út